Skip to main content

Stigahlaup

Forsteypt stigahlaup henta jafnt úti sem inni.  Boðið er upp á staðlaðan stiga fyrir hæð 2,8 m en einnig framleitt eftir óskum kaupanda. Stigahlaup eru notaðir á milli hæða í flestum tegundum húsa.

Mál stigahlaups

Framstig getur verið á bilinu 250-300 mm. og uppstig á bilinu 160 – 200 mm. Stigar geta verið mest 1,5 m á breidd. Fjöldi þrepa getur verið allt að 18 og breidd stigabaks getur verið á bilinu 80- 200 mm.

Áferð

Áferðin á stigunum er ýmist eftir stálmót eða mótakrossvið. Tvær mismunandi útfærslur eru á neðri endafrágangi á stigum en að öðru leyti er gert ráð fyrir stöðluðum frágangi.

Steypa

Stöðluð steypublanda er notuð í stiga með brotstyrk upp á 30 MPa en hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað. Í bendingu er notað suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott.