Skip to main content

Filigran-plötur

Fíligranplötur eru forsteyptar einingar úr steinsteypu sem notaðar eru í millilofta- og þökplötur. Þær geta ýmist verið forspenntar eða slakbentar. Fíligranplötur eru algengar í íbúðarhúsnæði, fjölbýlishúsum, raðhúsum og einbýlishúsum.

Fíligran loftaplötur koma með rafmagnsdósum innsteyptum eftir teikningum frá rafmagnshönnuði.

Holplötur

Holplötur eru gjarnan notaðar þegar álag er mikið og henta vel í til dæmis iðnaðarhúsnæði, bílakjallara og í allar stærri byggingar. Holplötur eru einnig notaðar í veggi í iðnaðarhúsum. Nota má holrúmin í plötunum fyrir lagnir eða loftræstingu og spara þannig lofthæð og lagnarými. Holplöturnar eru framleiddar í stærðum eftir þykkt; 210, 265, 320 og 400 mm eftir haflengdum og álagsforsendum. Framleiðslubreidd platna er 1,2 m en hægt er að langskera plötur. Einnig eru plötur skáskornar sé þess óskað. Úrtök og göt í plötur eru gerð í verksmiðju.

Sérkröfur

Framleiðsla miðast við brunaþolsflokk A60. Með því að breyta þykkt efra og neðra byrðis eða fjarlægð strengja frá útbrún má fullnægja sérkröfum um brunaþol, hljóðdeyfingu eða burðarþol.

Frágangur í enda

Holrúmum er lokað til endanna með þar til gerðum plastlokum u.þ.b. 6 cm frá enda.

Áseta

Lágmarksáseta holplatna er 80 mm. Ásetuflötur verður að vera sléttur. Ef ásetuflötur er ósléttur verður að setja stilliþynnur undir plötur. Best áseta fæst við að láta steypu renna innundir plötu.

Rifjaplötur

Rifjaplötur eru milliloftaplötur eða þakplötur og henta fyrir meðal eða mikið álag, þar sem spanna á stór þök. Dæmi um notkunarstaði eru iðnaðarhúsnæði, bílageymslur, verslunarhús og aðrar stærri byggingar.

Rifjaplötur eru framleiddar í stærðum eftir þykkt; 620, 720 og 900 mm eftir haflengdum og álagsforsendum.

Ásteypa

Steypt er 6cm eða stærri  járnað ásteypulag eftir að plöturnar hafa verið hífðar á sinn stað. Tengijárn koma upp úr plötunum með reglulegu millibili og yfirborð þeirra er haft mjög gróft til að tryggja samverkun milli platna og ásteypulags. Notuð er C-50 steypa í plöturnar. Þegar rifjaplötur eru notaðar sem þakplötur eru þær gjarnar rafsoðnar saman og þá er hægt að sleppa ásteypulagi. 

Gæðakröfur

Forspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138 1 og 3 :1991 sem ábyrgist brotspennu 1860 N/mm2. Plöturnar eru bentar með bendineti og kambstáli í dekklaginu og skerbendingu í rifunum. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Plöturnar eru með innsteyptum hífikrókum og hægt er að koma fyrir festingum fyrir ýmiss konar tengingar ofan á plötum. Einnig má gera úrtök fyrir lagnir eða annað.

Risrifjaplötur

Risrifjaplötur eru þakplötur sem henta þar sem spanna á stór höf, allt að 27 m. Dæmi um notkunarstaði eru iðnaðarhúsnæði, verslunarhús, vörugeymslur og aðrar stærri byggingar. Risrifjaplötur eru þykkastar í miðjunni (900 mm) og halla í sitt hvora áttina um 1/40.

Ásteypa 

Risrifjaplötur eru gjarnan rafsoðnar saman og þá er hægt að sleppa ásteypulagi. Hægt er að steypa samverkandi ásteypulag ef haflengd platnanna er ekki mikil. Steypt er 6cm+ járnað ásteypulag eftir að plöturnar hafa verið hífðar á sinn stað. Tengijárn koma upp úr plötunum með reglulegu millibili og yfirborð þeirra er haft mjög gróft til að tryggja samverkun milli platna og ásteypulags. Notuð er C-50 steypa í plöturnar.

Gæðakröfur

Forspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138 1 og 3 :1991 sem ábyrgist brotspennu 1860 N/mm2. Plöturnar eru bentar með bendineti og kambstáli í dekklaginu og skerbendingu í rifunum. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Plöturnar eru með innsteyptum hífikrókum og hægt er að koma fyrir festingum fyrir ýmiss konar tengingar ofan á plötum. Einnig má gera úrtök fyrir lagnir eða annað.