Skip to main content

Stefnuhús Einingaverksmiðjunar

Við höfum hugrekki til að koma heiðarlega fram inn á við og út á við. Við erum skapandi og sýnum frumkvæði í verkum. Tökum ábyrgð á ákvörðun okkar og komum fram við alla af virðingu. Við erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum.
Við vinnum saman að árangursríkum samskiptum, undirbúningi og skipulagningu með jákvæðni að leiðarljósi. Teymi vinna að framúr­skarandi árangri á skilvirkan hátt þar sem hver dagur telur.
Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum frá degi til dags. Við kappkostum að hámarka gæði á öllum framleiðslu- og þjónustu stigum. Við sköpum virði og tryggjum gegnsæi í rekstrinum.