Forsteypt stigahlaup henta jafnt úti sem inni. Boðið er upp á staðlaðan stiga fyrir hæð 2,8 m en einnig framleitt eftir óskum kaupanda. Stigahlaup eru notaðir á milli hæða í flestum tegundum húsa.
Mál stigahlaups
Framstig getur verið á bilinu 250-300 mm. og uppstig á bilinu 160 – 200 mm. Stigar geta verið mest 1,5 m á breidd. Fjöldi þrepa getur verið allt að 18 og breidd stigabaks getur verið á bilinu 80- 200 mm.
Áferð
Áferðin á stigunum er ýmist eftir stálmót eða mótakrossvið. Tvær mismunandi útfærslur eru á neðri endafrágangi á stigum en að öðru leyti er gert ráð fyrir stöðluðum frágangi.
Steypa
Stöðluð steypublanda er notuð í stiga með brotstyrk upp á 30 MPa en hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað. Í bendingu er notað suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott.
Stigapallar
Forsteyptir stigapallar eru oftast 20 cm þykkir og flýta verulega fyrir uppsetningu stigahlaupa. Einingaverksmiðjan hefur undanfarin ár notað svokallaðar RVK festingar frá SP produksjon til þess að festa stigapalla við burðarvirki. Í RVK festingunum eru sérstakar skrúfhulsur til þess að hífa einingarnar á sinn stað í byggingunni. Stigahlaup eru tilbúin til notkunar strax eftir uppsetningu.