Stigar

Stigahlaup eru samsett úr stigaeiningum og pallaeiningum sem henta jafnt úti sem inni.  Boðið er upp á staðlaðan stiga fyrir hæð 2,8 m en einnig framleitt eftir óskum kaupanda.

Notkunarsvið
Pallastigar eru notaðir á milli hæða í flestum tegundum húsa. Framstig getur verið á bilinu 250-300 mm
og uppstig á bilinu 160 - 200 mm. Stigar geta verið mest 1,5 m á breidd. Fjöldi þrepa getur verið allt að
18 og breidd stigabaks getur verið á bilinu 80- 200 mm. Áferðin á stigunum er ýmist eftir stálmót eða mótakrossvið. Tvær mismunandi útfærslur eru á neðri endafrágangi á stigum en að öðru leyti er gert ráð fyrir stöðluðum frágangi (sjá myndir). Mynd 1 sýnir stiga þar sem neðsta þrep er hluti af stigapallinum en með því fæst stílhreinna stigahlaup og einfaldari stigapall. Mynd 2 sýnir hvernig frágangur stiga er við botnplötu. Gerð eru tvö 20 mm göt til þess að hífa stigann á sinn stað í byggingunni.

Forsteyptir stigapallar eru oftast 20 cm þykkir og flýta verulega fyrir uppsetningu stigahlaupa. Einingaverksmiðjan hefur undanfarin ár notað svokallaðar RVK festingar frá SP produksjon til þess að festa stigapalla við burðarvirki. Í RVK festingunum eru sérstakar skrúfhulsur til þess að hífa einingarnar á sinn stað í byggingunni. Stigahlaup eru tilbúin til notkunar strax eftir uppsetningu.

Stöðluð steypublanda er notuð í stiga með brotstyrk upp á 30 MPa en hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað. Í bendingu er notað suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott.

Hafðu samband


 • Rekstaurar eru notaðir þar sem djúpt er niður á burðarhæft jarðlag og er þar með hægt að spara mikinn kostnað við jarðvegsskipti. Algengasta stærð er 27x27 cm og lengdir allt að 14 m. Sé lengra niður á fast er staurum skeytt saman með þar til gerðum stauraskeytum (sjá mynd). Rekstaurar
  Read More
 • Stigahlaup eru samsett úr stigaeiningum og pallaeiningum sem henta jafnt úti sem inni.  Boðið er upp á staðlaðan stiga fyrir hæð 2,8 m en einnig framleitt eftir óskum kaupanda. NotkunarsviðPallastigar eru notaðir á milli hæða í flestum tegundum húsa. Framstig getur verið á bilinu 250-300 mm og uppstig á bilinu
  Read More
 •   Einingaverksmiðjan hefur framleitt forspenntar sætiseiningar fyrir áhorfendapalla í íþróttamannvirkjum, t.a.m. fyrir stúkur í Laugardal, Grindavík, Víkinni, Breiðholti og Kaplakrika. UppsetningHafðar eru lykkur út úr endum á stúkusætunum til þess að steypa við burðarvirki. Notuð er C-50 steypa í sætin. GæðakröfurForspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138
  Read More
 • Súlur eru notaðar til þess að bera uppi lárétta byggingarhluta. Algengast er að súlur séu ferkantaðar en hægt er að framleiða þær í öllum mögulegum lengdum og stærðum. Notkun forsteyptra súlna flýtir verulega fyrir byggingu mannvirkisins og sérstaklega ef notaðir eru svokallaðir súluskór. Einingaverksmiðjan hefur undanfarin ár notað súluskó frá
  Read More
 • Staðlaðar svalir eru einhallandi frá húsi með innsteyptum niðurföllum en hægt er að framleiða svalir í öllum stærðum og gerðum eftir því sem kaupandi óskar.  Nær óendanlegir möguleikar eru í útfærslum svalanna en takmarkandi þættir eru þó lengd og þyngd (ca 7 m og 10 t).  
  Read More

Einingaverksmiðjan    |   Koparhella 5    |    221 Hafnarfjörður    |    Sími: 414 8700     |     ev@ev.is