Skip to main content

IB bitar

IB bitar eru með I sniði í miðju en rétthyrndu sniði á endum. Oftast notaðir sem þakbitar í lengri höfum en einnig notað í milliloft.  

Notkunarsvið 

IB bitar henta á meðallöng og löng höf. Bitarnir eru framleiddir í 30 cm breidd. Bitarnir eru með innsteyptum hífikrókum en hægt er að framleiða þá með festingum fyrir sperrur eða göt fyrir lagnir.
Hægt er að sérframleiða burðarmeiri bita.

KB bitar

KB bitar notast þar sem verið er að bera gólfflöt báðum megin frá.

Notkunarsvið

KB bitar eru aðallega notaðir sem burðarbitar undir holplötur og rifjaplötur, einkum í milliloftum. Þeir eru framleiddir í ákveðnum stærðum.

Uppsetning 

Það eru gjarnan höfð úrtök í endunum á bitunum þar sem að þeir setjast ofan á undirstöðurna. Kambstál eða snittteinn eru látinn koma upp úr undirstöðunni, í gegnum bitann og bitinn þannig tengdur við undirstöðunna. Notuð er C-50 steypa í bitana.

Gæðakröfur 

Forspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138 1 og 3 :1991 sem ábyrgist brotspennu 1860 N/mm2. Bitarnir eru bentir með viðeigandi sker- og vindubendingu. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Bitarnir eru með innsteyptum hífikrókum og hægt er að koma fyrir festingum fyrir ýmiss konar tengingar ofan á þá. Einnig má gera úrtök fyrir lagnir eða annað.