Leiðbeiningar um meðhöndlun holplatna
LEIÐBEININGAR UM MEÐHÖNDLUN HOLPLATNA
LEIÐBEININGAR UM MEÐHÖNDLUN HOLPLATNA
- EININGUM STAFLAÐ Á BYGGINGARSTAÐ
Ef stafla þarf einingum á byggingarstað skal gæta sérstaklega að því að það sé gert á viðeigandi hátt, þ.e.
- Að valin sé staður þar sem jarðvegur er sléttur og traustur og ekki hætta á sigi eða vindingi.
- Að neðsta plata sé það hátt frá jörðu, að ekki sé hætta á að hún sé undirstudd á öðrum punktum en endum. Hægt að setja tvöfalda þykkt við jörðu (2”*5” tvöfalt).
- Að þykkt og traust undirlegg séu notuð á milli allra platna (t.d. 2”x5”) og að staðsetja þau eins nálægt enda og hægt er. Hámarkslengd frá enda 40 cm. Undirlegg þarf alltaf að vera í beinni línu, sjá mynd.
- Að plötum sé ekki staflað í hærri stæður en nemur 150 cm.
- NOTKUN LYFTIÁHALDA
Lyftiklemmur skulu staðsettar í u.þ.b. 50 cm – 150 cm. Fjarlægð frá enda eininganna, ákvarðað m.v. stærð holplötu. Stærð klemmu fer eftir stærð og þyngd holplötu. Fylgjast skal með að klemmur grípi vel inn í þar til gerða gróp áður en lyft er.
Öryggiskeðjum sé slegið undir eininguna áður en lyft er og þær ekki losaðar fyrr en einingin er sett í sæti. Gæta þarf þess að festingar á öryggiskeðju snúi alltaf að mönnum þannig að ekki þurfi að fara undir/yfir plötu til að losa þær.
Séu holplötur fluttar til á milli staða skulu þær bundnar tryggilega á flutningstækið.
Vírstroffur úr krana í herðatré skulu vera það langar að halli á þeim fari ekki yfir 60 gráðr.
- DRENGÖT / HÍFIKRÓKAR
Framleiðandi borar drengöt niður úr hverju holrúmi eininganna til beggja enda (ca. 26 cm.Frá enda). Göt þessi geta lokast við sögun og skal byggingaraðili opna þau og halda þeim opnum, eða bæta götum við, þannig að vatn sem kann að safnast fyrir inni í holrúmunum eigi greiða útleið. Séu hífikrókar í holplötum þá er nauðsynlegt að bora drengöt á réttann stað, sjá meðfylgjandi töflu. Hífikrókar koma fram á framleiðlsluteikningu sem kaupandi fær til rýningar áður en framleiðsla hefst.
Áríðandi er að það sé gert þar til húsinu hefur verið lokað og tryggt að ekkert vatn sitji eftir.
HÍFIKRÓKAR – Á VIÐ ÞEGAR PLÖTUR FARA YFIR 14 M. EÐA VIÐ SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR
Ath. Í sumum tilfellum geta krókar verið á öðrum stöðum, því þarf að athuga framleiðsluteikningar.
- ÁSETA EININGA
Sé ásetuflötur burðarveggs/burðabita eininganna ósléttur getur þurft að stilla þær af með stilliþynnum t.d. flatjárni eða vatnsheldum krossviði. Þynnurnar eiga að vera það breiðar að þær hylji þykkt ásetuflatar veggs eða bita. Tryggja skal jafna ásetu og að raufarsteypa komist jafnt undir allan ásetuflötinn.
Mikilvægt er að raufarsteypan sé steypt sem fyrst, bæði á milli eininganna og til enda þeirra.
ATH. Lágmarksásetuflötur eininganna er 8 cm. á hvorum enda nema hönnuður ákveði annað.
AÐ LOKUM
Komi upp einhverjar spurningar eða vafamál í sambandi við ofanskráðar upplýsingar, þá vinsamlegast leitið til framleiðanda áður en lengra er haldið.
Byggingaraðili ber ábyrgð á að tækjabúnaður sé í lagi og að eftir vinnureglum sé farið.

