Einingaverksmiðjan hefur í umboðssölu svokallað Delta stálbitakerfi. Eins og myndin sýnir þá eru þeir einstaklega hentugir fyrir loftaplötur, hvort sem er, holplötur, filigranplötur eða bæði.
DELTAbitinn er holur að innan og með göt á hliðunum. Holrýmið er fyllt með steinsteypu á byggingarstað. Þegar steypan er fullhörðnuð myndar DELTAbitinn samverkandi burðarvirki í plötum af ýmsu tagi. Steypufyllingin margfaldar niðursveigjustyrk DELTAbitans. Samverkunin milli stálbitans og steinsteypunnar verður til vegna formunar gatanna á hliðum bitans.
Hallandi hliðarfletirnir auka niðursveigjumótstöðu bitans sem hluta af gólfplötu. Álagsprófanir hafa leitt í ljós að samvirknin er eins og best verður á kosið. Í frágenginni plötunni þjónar þversnið steypufyllts bitans sem þrýstisvæði. Styrking tryggir burðarstyrk í eldsvoða. Þegar DELTAbitinn er notaður er engin þörf á aukaeinangrun eða málningarlagi til brunaverndar. Við framleiðslu DELTAbitans er komið fyrir styrkingu inni í honum sem tryggir fullan burðarstyrk við eldsvoða. Því er óþarfi að brunaverja plötuna sérstaklega. Þykkt og styrkur brunastyrkingarinnar er í hverju tilfelli fyrir sig miðuð við þær brunaburðarkröfur sem hin endanlega plata þarf að uppfylla. Brunaflokkun DELTAbitans er byggð á ítarlegum prófunum og niðurstöðum þeirra. Hægt er að fá DELTAbitann framleiddan eftir brunaflokkun allt að R-180. DELTAbitinn stendur aðeins 6 til 25 mm niðurfyrir plötuna. Ekki er nauðsynlegt að hengja niður loft. Pípulagnir má leggja beint á neðra borð plötunnar. Götin í DELTAbitanum gera kleift að leggja rafmagnsrör og kapla beint í plötuna. Hljóðeinangrun DELTAbita sem hefur verið fylltur steypu er sambærileg við aðra hluta plötunnar. DELTAbitinn er afhentur ryðvarin eða heitgalvaniseraður. Venjulega er bitinn afhentur með ryðvörn sem miðast við að halda honum ryðlausum í flutningi og meðan á bygginga framkvæmdum stendur. Endanleg yfirborðs meðferð bitans fer fram um leið og loftplatan öll er meðhöndluð. DELTAbitinn getur sem best verið sýnilegur hluti loftplötunnar. DELTAbitinn leggur sitt að mörkum til að draga úr rekstrar- og viðhaldskostnaði byggingarinnar. Kyndingarkostnaður lækkar við lágmarks byggingarými. Slétt loft draga úr kostnaði við endurinnréttingar og gefa sveigjanleika í öllum breytingum. Brunaeinangrun neðan á bita óþörf.