Skip to main content

Notkun forsteyptra sökkuleiningar hefur aukist síðustu ár m.a. vegna þess tímasparnaðar sem fæst með því að fá þá tilbúna á byggingarstað.

Sökkulveggir eru reistir á þjappaða fyllingu og er þá hver eining reist á þar til gerða ásetusteina. Eftir reisingu eru einingar steyptar saman og steyptur fótur undir sökkulveggi.

Sökklana er hægt að fá í hvaða hæð og þykkt sem er, þá er einnig hægt að fá sökklana með ásteyptri einangrun. Tekin eru úrtök fyrir lagnir og einnig er hægt að ísteypa veggmát til tenginga við veitukerfi.