Skip to main content

Rifjaplötur eru milliloftaplötur eða þakplötur og henta fyrir meðal eða mikið álag, þar sem spanna á stór höf. Dæmi um notkunarstaði eru iðnaðarhúsnæði, bílageymslur, verslunarhús og aðrar stærri byggingar. Rifjaplötur eru framleiddar í 3 þykktum; 620, 720 og 900 mm eftir haflengdum og álagsforsendum.

 

Ásteypa
Steypt er 6cm+ járnað ásteypulag eftir að plöturnar hafa verið hífðar á sinn stað. Tengijárn koma upp úr plötunum með reglulegu millibili og yfirborð þeirra er haft mjög gróft til að tryggja samverkun milli platna og ásteypulags. Notuð er C-50 steypa í plöturnar. Þegar rifjaplötur eru notaðar sem þakplötur eru þær gjarnar rafsoðnar saman og þá er hægt að sleppa ásteypulagi.
 

Gæðakröfur
Forspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138 1 og 3 :1991 sem ábyrgist brotspennu 1860 N/mm2. Plöturnar eru bentar með bendineti og kambstáli í dekklaginu og skerbendingu í rifunum. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Plöturnar eru með innsteyptum hífikrókum og hægt er að koma fyrir festingum fyrir ýmiss konar tengingar ofan á plötum. Einnig má gera úrtök fyrir lagnir eða annað.