Skip to main content

ein rekstaur sizeRekstaurar eru notaðir þar sem djúpt er niður á burðarhæft jarðlag og er þar með hægt að spara mikinn kostnað við jarðvegsskipti.

Algengasta stærð er 27×27 cm og lengdir allt að 14 m. Sé lengra niður á fast er staurum skeytt saman með þar til gerðum stauraskeytum (sjá mynd).

Rekstaurar eru bentir með viðeigandi sker- og langbendingu. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Rekstaurarnir eru með innsteyptum hífikrókum og í sumum tilfellum eru settir sérstakir bergskór neðst á staurinn (sjá mynd).