Skip to main content

Innveggir gegna mikilvægu hlutverki í húsbyggingum. Þeir eru notaðir sem burðarveggir og einnig til afstífingar húsa ásamt því að veita eldvörn á milli rýma, t.d. utan um innbyggða bílskúra. Innveggir frá Einingaverksmiðjunni gefa góða hljóðeinangrun og gott naglhald.

Almennt
Óeinangraðir veggir nýtast vel sem innveggir, hvort sem þeir eiga að vera burðarveggir eða ekki.

Uppbygging einingar
Veggirnir eru steyptir á þartilgerðu borði eða í standandi móti. Veggirnir geta verið allt að 10 x 4 m. Algengustu þykktir eru 12, 15, 18 og 20 cm. Veggirnir eru tilbúnir undir fínpússningu eða sandspörslun. Rafmagnsrör og dósir eru ísteyptar í veggjum skv. óskum kaupanda.

Steypa
Staðlaðar steypublöndur eru notaðar í veggina með brotstyrk upp á 25 MPa og 30 MPa sem uppfylla kröfur skv. áreitisflokki XF2 í ÍST EN 206-1:2000+ A1 2004 + A2:2005. Hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað.

Járnbending
Járnbending í veggeiningum er yfirleitt netjárnun. Styrking er yfir glugga og hurðakörmum. Einnig er tekið tillit til þeirra lóðréttu og láréttu krafta sem á þá verka við afhendingu og uppsetningu.

Samskeyti
Úr sitthvorri veggeiningunni koma lykkjur sem skarast í holrúmi. Teini er síðan stungið í lykkjurnar og steypt í holrúmið (sjá mynd 1 og 3). Þar sem að tenging á innvegg við útvegg á sér ekki stað á útveggjasamskeytum eru t.d. notaðir múrboltar og stállykkjur (sjá mynd 2). Sparslað er í samskeytin. Veggirnir eru festir að neðan í plötusteypu.