Útveggir

Útveggjaeiningar skiptast í 2 flokka, annars vegar óeinangraðir og samlokueiningar. Þannig getur útveggur verið óeinangruð, járnbent steypt eining, sem þá er gert ráð fyrir að verði einangruð síðar og klædd að utan.  Einnig er algengt að nota einangraða útveggjaeiningu eða svonefnda „samloku“.

Almennt
Samlokueining saman stendur af burðarvegg, einangrun og verðurunarkápu. Hægt er að hafa yfirborð eininga eftir óskum hvers og eins, hvað varðar efni og útlit.

Uppbygging einingar
Stöðluð þykkt útveggja er 32 cm þ.e. 7 cm veðrunarkápa, 10 cm einangrun og 15 cm burðareining. Hægt er að fá þessum málum breytt ef þess er óskað. Glugga- og hurðakarmar eru ýmist ísteyptir eða settir í eftir á (æskilegt er að haft sé samband við Einingaverksmiðjuna áður en gluggar eru framleiddir). Rafmagnsrör og dósir eru ísteyptar í veggjum skv. að óskum kaupanda.

Steinsteypa
Veðrunarkápan er úr veðrunarþolinni steinsteypu sem uppfyllir kröfur skv. áreitisflokki XF2 í ÍST EN 206-1:2000+ A1 2004 + A2:2005. Veðrunarkápan getur verið með mismunandi yfirborðsáferð, t.d. slétt-, stálmóta- eða marmaraáferð. Staðlaðar steypublöndur eru notaðar í veggina með brotstyrk upp á 25 MPa og 30 MPa en hægt er að nota aðrar blöndur sé þess óskað.

Járnbending
Veðrunarkápa: Við járnbendingu á veðrunarkápu skal taka tillit til sveigju og hitasveiflna og að platan geti tekið upp og dreift úr þeim kröftum sem á hana verka þegar hún er hífð upp.

Veðrunarkápuupphengi: Veðrunarkápan er hengd utan á burðareininguna með ryðfríu stáli. Þannig ber burðarveggurinn veðrunarkápuna og láréttir kraftar sem verka á kápuna flytjast um stálið yfir í burðarvegginn.

Burðarveggur: Járnbending er hönnuð með tilliti til álags sem á hann verkar. Í því felast járnamottur, bita- súlu- og kantjárnun og önnur járnbending sem sérstaklega er krafist. Einnig er tekið tillit til þeirra lóðréttu og láréttu krafta sem á þá verka við afhendingu og uppsetningu.

Samskeyti

Vatnsvörnin yst í lóðréttu raufinni er kítti eða þéttilisti, þar fyrir innan kemur frauðpulsa og loks virkar samsteypan einnig sem vatnsvörn. Í láréttu raufinni nær veðrunarkápan 7 cm niður á eininguna fyrir neðan og myndar þar með vatnslás. Útfærslu á úthorni sést á mynd 4 og innhorn á mynd 5 (Vatnsvörn í slíkum samskeytum er svipuð og í beinum samskeytum). Sökklar þurfa ekki að vera forsteyptar einingar. Hægt er að setja veggeiningarnar á hefbundna staðsteypta sökkla.

Þaktenging
Frágangur á efri brún veggeininga ákvarðast af þakgerð. Á mynd 1 er sýnd útfærsla af steyptri loftplötu og stólað þak. Á mynd 2 eru þaksperrurnar festar beint ofan á einingarnar.

Þyngd
Af flutnings- og tæknilegum ástæðum er æskilegt að þyngd eininga fari ekki yfir 20 tonn.

Áferðir

Hafðu samband


 • Litaval og áferð útveggja eru ákaflega mikilvæg atriði fyrir það húsnæði sem byggja á. Valið þarf að standast tíma og tíðir ásamt smekk hvers og eins. Viðhaldsvinna utanhúss er í lágmarki ef útveggir eru framleiddir með steiningu sem er viðhaldslítil veðurkápa.
  Read More
 • Innveggir gegna mikilvægu hlutverki í húsbyggingum. Þeir eru notaðir sem burðarveggir og einnig til afstífingar húsa ásamt því að veita eldvörn á milli rýma, t.d. utan um innbyggða bílskúra.
  Read More
 • Notkun forsteyptra sökkuleiningar hefur aukist síðustu ár m.a. vegna þess tímasparnaðar sem fæst með því að fá þá tilbúna á byggingarstað. Sökkulveggir eru reistir á þjappaða fyllingu og er þá hver eining reist á þar til gerða ásetusteina.
  Read More
 • Útveggjaeiningar skiptast í 2 flokka, annars vegar óeinangraðir og samlokueiningar. Þannig getur útveggur verið óeinangruð, járnbent steypt eining, sem þá er gert ráð fyrir að verði einangruð síðar og klædd að utan.
  Read More
 • Að byggja hús úr forsteyptum einingum hefur ýmsa kosti umfram aðrar byggingaraðferðir. Það er hagkvæmt að byggja úr einingum þar sem kostnaðaráætlanir eru nákvæmari, fastur kostnaður er minni og fjármögnunarkostnaður er lægri.
  Read More

Einingaverksmiðjan    |   Breiðhöfði 10    |    110 Reykjavík    |    Sími: 414 8700     |     soa@ev.is