Innveggir

Innveggir gegna mikilvægu hlutverki í húsbyggingum. Þeir eru notaðir sem burðarveggir og einnig til afstífingar húsa ásamt því að veita eldvörn á milli rýma, t.d. utan um innbyggða bílskúra. Innveggir frá Einingaverksmiðjunni gefa góða hljóðeinangrun og gott naglhald.

Almennt
Óeinangraðir veggir nýtast vel sem innveggir, hvort sem þeir eiga að vera burðarveggir eða ekki.

Uppbygging einingar
Veggirnir eru steyptir á þartilgerðu borði eða í standandi móti. Veggirnir geta verið allt að 10 x 4 m. Algengustu þykktir eru 12, 15, 18 og 20 cm. Veggirnir eru tilbúnir undir fínpússningu eða sandspörslun. Rafmagnsrör og dósir eru ísteyptar í veggjum skv. óskum kaupanda.

Steypa
Staðlaðar steypublöndur eru notaðar í veggina með brotstyrk upp á 25 MPa og 30 MPa sem uppfylla kröfur skv. áreitisflokki XF2 í ÍST EN 206-1:2000+ A1 2004 + A2:2005. Hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað.

Járnbending
Járnbending í veggeiningum er yfirleitt netjárnun. Styrking er yfir glugga og hurðakörmum. Einnig er tekið tillit til þeirra lóðréttu og láréttu krafta sem á þá verka við afhendingu og uppsetningu.

Samskeyti
Úr sitthvorri veggeiningunni koma lykkjur sem skarast í holrúmi. Teini er síðan stungið í lykkjurnar og steypt í holrúmið (sjá mynd 1 og 3). Þar sem að tenging á innvegg við útvegg á sér ekki stað á útveggjasamskeytum eru t.d. notaðir múrboltar og stállykkjur (sjá mynd 2). Sparslað er í samskeytin. Veggirnir eru festir að neðan í plötusteypu.

Áferðir

Flutningur og uppsetning

Einingar flytjast með flutningabílum á áfangastað. Sé hæð eininganna þannig að heildarhæð ökutækis með farmi fari yfir leyfileg mörk, þarf að gera viðeigandi ráðstafanir. Lýsing á byggingu skal berast til Einingaverksmiðjunnar svo sem helstu mál á einingum, álag, ísteypur og úrtök. Starfsfólk okkar er alltaf reiðibúið að aðstoða ef vandamál koma upp við uppsetningu.

Þyngd
Af flutnings- og tæknilegum ástæðum er æskilegt að þyngd einingana fari ekki yfir 20 tonn.

 • Litaval og áferð útveggja eru ákaflega mikilvæg atriði fyrir það húsnæði sem byggja á. Valið þarf að standast tíma og tíðir ásamt smekk hvers og eins. Viðhaldsvinna utanhúss er í lágmarki ef útveggir eru framleiddir með steiningu sem er viðhaldslítil veðurkápa.
  Read More
 • Innveggir gegna mikilvægu hlutverki í húsbyggingum. Þeir eru notaðir sem burðarveggir og einnig til afstífingar húsa ásamt því að veita eldvörn á milli rýma, t.d. utan um innbyggða bílskúra.
  Read More
 • Notkun forsteyptra sökkuleiningar hefur aukist síðustu ár m.a. vegna þess tímasparnaðar sem fæst með því að fá þá tilbúna á byggingarstað. Sökkulveggir eru reistir á þjappaða fyllingu og er þá hver eining reist á þar til gerða ásetusteina.
  Read More
 • Útveggjaeiningar skiptast í 2 flokka, annars vegar óeinangraðir og samlokueiningar. Þannig getur útveggur verið óeinangruð, járnbent steypt eining, sem þá er gert ráð fyrir að verði einangruð síðar og klædd að utan.
  Read More
 • Að byggja hús úr forsteyptum einingum hefur ýmsa kosti umfram aðrar byggingaraðferðir. Það er hagkvæmt að byggja úr einingum þar sem kostnaðaráætlanir eru nákvæmari, fastur kostnaður er minni og fjármögnunarkostnaður er lægri.
  Read More

Einingaverksmiðjan    |   Koparhella 5    |    221 Hafnarfjörður    |    Sími: 414 8700     |     ev@ev.is