Litaval og áferð útveggja eru ákaflega mikilvæg atriði fyrir það húsnæði sem byggja á. Valið þarf að standast tíma og tíðir ásamt smekk hvers og eins. Viðhaldsvinna utanhúss er í lágmarki ef útveggir eru framleiddir með steiningu sem er viðhaldslítil veðurkápa.
Einingaverksmiðjan kappkostar að því að vinna með efni úr íslenskri náttúru en einnig höfum við flutt inn efni frá Noregi og Svíþjóð. Starfsmenn okkar geta aðstoðað við valið á ásýnd hússins, því möguleikarnir eru óteljandi í litum og áferðum, þar sem steyptar eru prufur af áferðum eftir óskum kaupanda.