Að byggja hús úr forsteyptum einingum hefur ýmsa kosti umfram aðrar byggingaraðferðir. Það er hagkvæmt að byggja úr einingum þar sem kostnaðaráætlanir eru nákvæmari, fastur kostnaður er minni, fjármögnunarkostnaður er lægri og mörgum óvissuþáttum hefur verið útrýmt. Einingahúsin okkar eru almennt reist mun hraðar en byggingar reistar á annan hátt. Útveggir eru framleiddir með viðhaldslítilli og endingargóðri veðurkápu þar sem möguleikar á áferðum og litum húsanna eru nær óteljandi, hvort heldur sem er með steypu í ýmsum litum eða steiningu.
Flestir hafa orðið varir við timburhrúgur, steypustyrktarjárn, jarðrask, steypuslettur og annan sóðaskap við nýbyggingar. Þar sem húsin frá okkur eru steypt í verksmiðju og aðeins sett saman á byggingarstað er svæðið mun snyrtilegra og öruggara en ella. Lagnarörum, rafmagnsdósum, einangrun, glugga- og dyraopum er komið fyrir við framleiðslu eininganna sjálfra sem þýðir að byggingaraðili þarft ekki eins marga iðnaðarmenn á verkstað. Lagnir eru einfaldlega inni í veggjunum og jafnvel hægt að steypa glugga með einingum ef þess er óskað. Í verksmiðju okkar, þar sem við stýrum öllum aðstæðum og framleiðslan er ávallt undir ströngu eftirliti, eru miklu færri þættir sem hafa áhrif á afurðina en þegar steypt er á byggingarstað við misjafnar aðstæður.
Einingahús frá okkur eru einangruð utanfrá sem minnkar viðhaldskostnað því frost nær aldrei inn í burðarveggina.Þar sem einingarnar eru steyptar í verksmiðjunni hjá okkur hefur veðrið afar lítil áhrif á framkvæmdirnar.