Súlur eru notaðar til þess að bera uppi lárétta byggingarhluta. Algengast er að súlur séu ferkantaðar en hægt er að framleiða þær í öllum mögulegum lengdum og stærðum.
Notkun forsteyptra súlna flýtir verulega fyrir byggingu mannvirkisins og sérstaklega ef notaðir eru svokallaðir súluskór. Einingaverksmiðjan hefur undanfarin ár notað súluskó frá Finnska fyrirtækinu Peikko sem hafa reynst einstaklega vel.
Stöðluð steypublanda er notuð í stiga með brotstyrk upp á 30 MPa en hægt er að nota aðrar blöndur ef þess er óskað. Í bendingu er notað suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott.