Einingaverksmiðjan hefur framleitt forspenntar sætiseiningar fyrir áhorfendapalla í íþróttamannvirkjum, t.a.m. fyrir stúkur í Laugardal, Grindavík, Víkinni, Breiðholti og Kaplakrika.
Uppsetning
Hafðar eru lykkur út úr endum á stúkusætunum til þess að steypa við burðarvirki. Notuð er C-50 steypa í sætin.
Gæðakröfur
Forspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138 1 og 3 :1991 sem ábyrgist brotspennu 1860 N/mm2. Stúkusætin eru bent með viðeigandi sker- og langbendingu. Þar er um suðuhæft stál B500B skv. IST EN 10080 eða jafngott að ræða. Stúkusætin eru með innsteyptum hífikrókum og skrúfhulsum.