Sérsmíði

Steinsteypa hefur margsannað sig sem öflugt og hagkvæmt byggingarefni. Hún er alls staðar í kringum okkur og svo algeng að við íhugum sjaldnast hvers konar undraefni er hér á ferðinni. Steinsteypa er einstaklega endingargóð – reyndar svo endingargóð að margar elstu byggingar veraldar eru einmitt úr steypu. Hús úr steinsteypu eru einnig öruggari en aðrar byggingar. Steypa brennur til að mynda ekki og sænskar rannsóknir hafa sýnt að tíu sinnum minni líkur eru á meiriháttar eldsvoða í steyptu húsi en húsum úr öðrum byggingarefnum. Steypa ryðgar ekki, bráðnar ekki, rotnar ekki og tærist ekki. Hún er ekki gróðrastía fyrir sveppagróður né veggjatítlur og nagdýr eiga ekki greiða leið inn í steinsteypt hús. Byggingar úr steinsteypu þola íslenskt veðurfar með öllum þeim umhleypingum, roki, frosti og rigningum sem því fylgir. Hún er sterk og styrkist meira að segja með tímanum. Steypa er umhverfisvænn kostur því ekki þarf að sækja aðföngin langt að. Þá má endurvinna hana, hún er hljóðdempandi, hitastillandi og veldur ekki húsasótt. Hana má móta á ýmsa vegu, hún getur verið þunn eða þykk, létt eða þung, bein eða ávöl. Hana má laga að þeim formum sem þegar eru til staðar eða nota til að skapa eitthvað alveg nýtt. Yfirborð hennar getur verið hrjúft og gróft eða jafnvel pólerað og gljáandi, allt eftir því sem hentar hverju sinni. Steinsteypu er hægt að lita í ýmsum litum og nota má mismunandi yfirborðsefni til að skapa þá áferð sem vill hverju sinni.  

Einingaverksmiðjan hefur framleitt einingar í bæði stór og smá verkefni um allt land. Til að mynda einingar í brúarsmíði, fjósabita, stoðveggi, hagaskjól, sökkur og svo lengi mætti telja.

Hafðu samband


 • Rekstaurar eru notaðir þar sem djúpt er niður á burðarhæft jarðlag og er þar með hægt að spara mikinn kostnað við jarðvegsskipti. Algengasta stærð er 27x27 cm og lengdir allt að 14 m. Sé lengra niður á fast er staurum skeytt saman með þar til gerðum stauraskeytum (sjá mynd). Rekstaurar
  Read More
 • Stigahlaup eru samsett úr stigaeiningum og pallaeiningum sem henta jafnt úti sem inni.  Boðið er upp á staðlaðan stiga fyrir hæð 2,8 m en einnig framleitt eftir óskum kaupanda. NotkunarsviðPallastigar eru notaðir á milli hæða í flestum tegundum húsa. Framstig getur verið á bilinu 250-300 mm og uppstig á bilinu
  Read More
 •   Einingaverksmiðjan hefur framleitt forspenntar sætiseiningar fyrir áhorfendapalla í íþróttamannvirkjum, t.a.m. fyrir stúkur í Laugardal, Grindavík, Víkinni, Breiðholti og Kaplakrika. UppsetningHafðar eru lykkur út úr endum á stúkusætunum til þess að steypa við burðarvirki. Notuð er C-50 steypa í sætin. GæðakröfurForspennuvír er sjö þátta strandur. Strandurinn uppfyllir staðalinn prEN 10138
  Read More
 • Súlur eru notaðar til þess að bera uppi lárétta byggingarhluta. Algengast er að súlur séu ferkantaðar en hægt er að framleiða þær í öllum mögulegum lengdum og stærðum. Notkun forsteyptra súlna flýtir verulega fyrir byggingu mannvirkisins og sérstaklega ef notaðir eru svokallaðir súluskór. Einingaverksmiðjan hefur undanfarin ár notað súluskó frá
  Read More
 • Staðlaðar svalir eru einhallandi frá húsi með innsteyptum niðurföllum en hægt er að framleiða svalir í öllum stærðum og gerðum eftir því sem kaupandi óskar.  Nær óendanlegir möguleikar eru í útfærslum svalanna en takmarkandi þættir eru þó lengd og þyngd (ca 7 m og 10 t).  
  Read More

Einingaverksmiðjan    |   Koparhella 5    |    221 Hafnarfjörður    |    Sími: 414 8700     |     ev@ev.is