Einingaverksmiðjan framleiðir fjölbreyttar gerðir forsteyptra eininga sem sníða má að þörfum hvers og eins. Framleiddar eru forspenntar holplötur, rifjaplötur, slakbentar og forspenntar fíligran loftaplötur. Plötur eru sérframleiddar í mörgum stærðum og gerðum allt eftir því sem við á hverju sinni.
Forsteyptar plötur eru gjarnan notaðar sem milligólf eða þakplötur og fer eftir byggingum hvaða plötur henta best hverju sinni. Holplötur og rifjaplötur eru gjarnan notaðar þegar álag er mikið og henta vel í til dæmis iðnaðarhúsnæði, bílakjallara og í allar stærri byggingar. Holplötur er einnig notaðar í veggi í iðnaðarhúsum. Filegran loftaplötur henta vel í styttri haflengdir og eru gjarnan notaðar sem milligólf í íbúðarhúsum.
Allar plöturnar eru framleiddar samkvæmt teikningum og eftir óskum kaupanda. Plötur eru steyptar innandyra við bestu aðstæður, sem tryggir gæði vörunnar.
Kostir forsteyptra platna er meðal annars styttri uppsetningartími á byggingarstað, en plöturnar eru hífðar á sinn stað og ekki eru um hefðbundinn undirslátt að ræða. Fíligran loftaplötur koma með rafmagnsdósum innsteyptum eftir teikningum frá rafmagnshönnuði.
Eftir að framleiðslu lýkur eru plötur fluttar á byggingarstað á flutningavögnum. Þegar komið er með plöturnar á byggingarstað eru þær hífðar beint á sinn stað í byggingunni eða þær geymdar eftir óskum viðskiptavina.