Við hjá Einingaverksmiðjunni leggjum metnað okkar í að veita húsbyggjendum fjárhagslegt svigrúm til að njóta lífsins. Það gerum við meðal annars með því að bjóða gæðavöru á hagstæðu verði. Einingaverkmiðjan var stofnuð árið 1994. Frá upphafi hefur fyrirtækið framleitt forsteyptar einingar til húsbygginga. Innan fyrirtækisins hefur skapast gríðarleg sérþekking og verkkunnátta í áranna rás. Við höfum auk þess á að skipa öflugum tækjabúnaði og afar fullkominni verksmiðju. Allt frá stofnun hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. Árið 2008 hófum við rekstur nýrrar verksmiðju í Færeyjum eftir að hafa flutt einingar þangað í allmörg ár. Auk þess liggur fyrir að verksmiðja okkar á Íslandi mun stækka.
Við vonum að þú njótir þess að skoða heimasíðu okkar og við hlökkum til að heyra í þér.
Sigurbjörn Óli Ágústsson
framkvæmdastjóri EV