Risbitar eru bitar sem eru hæstir í miðjunni og halla (1/15) í sitt hvora áttina.
Notkunarsvið
Risbitar með I-þversniði henta sem þakbitar á meðalstór og stór höf. Bitarnir eru framleiddir í tveimur megingerðum með 30 og 42 sm breiðum flöngum. Bitarnir eru með innsteyptum hlífkrókum og hægt er að framleiða þá með festingum fyrir sperrur eða göt fyrir lagnir. Uppgefin hæð bita er hæð í miðju.