RB bitar eru rétthyrndir bitar sem oftast eru notaðir til þess að bera holplötur eða filigranplötur en einnig má nota þá til að bera þök.
Notkunarsvið
RB bitar henta sem burðarbitar á stutt svæði og meðalstutt höf. Bitarnir eru oftast framleiddir í 40, 50 eða 60 cm breidd en hægt er að framleiða þá í nánast hvaða breidd sem er. Hæð þeirra er breytileg eftir lengd og álagsforsendum. Bitarnir eru með innsteyptum hífikrókum en hægt er að framleiða þá með festingum fyrir sperrur eða göt fyrir lagnir.